Hjálpa hljómsveitinni og skapa tónlist

Glóandi hraunfljót og jökulár mæta leikmanninum í Mussila.
Glóandi hraunfljót og jökulár mæta leikmanninum í Mussila. Skjáskot/ YouTube

Í gær kom út nýr tónlistaleikur fyrir börn á vegum fyrirtækisins Rosamosa ehf. Leikurinn Mussila er ævintýralegur tónlistarleikur sem ætlaður er öllum börnum á aldrinum 6 til 11 ára en Rosamosi var stofnaður af tónlistarkonunni Margréti Júlíönu Sigurðardóttur og tölvuverkfræðingnum Hilmari Þór Birgissyni. Krista Hall er listrænn stjórnandi Rosamosa og Ægir Örn Ingvason sér um hreyfimyndir, grafíska vinnu og forritun. Drew Morgan er tónlistarstjóri Mussila.

„Í Mussila ferðast spilarinn yfir glóandi hraunfljót og jökulár þar sem hann aðstoðar meðlimi Mussila hljómsveitarinnar við að finna aftur hljóðfærin sín og búninga sem þau týndu á tónleikaferðalagi. Tekist er á við fjölbreyttar tónlistaráskoranir þar sem verðlaunin, nýir búningar og hljóðfæri nýtast í spunaspili með Mussila hljómsveitinni,“ segir í tilkynningu frá Rosamosa.

Í spunaspilinu geta börnin fengist við tónlistina á skapandi hátt, útsett hana að eigin vild, spilað inn eigin laglínur, stillt upp senum og valið búninga á hljómsveitina. Í tilkynningu Rosamosa segir að leikurinn byggi upp færni barna í tónlist og nótnalestri á skemmtilegan og nýstárlegan hátt þar sem áskoranir og spilagleði tvinnast saman við sköpun og leik.

Mussila var afhjúpaður í App Store áÍslandi í gær, tveimur vikum áður en hann kemur út íöllum öðrum verslunum App Store.

„Í mars síðastliðnum var Rosamosa boðið að ganga til liðs við Kids App Collective, sem er mikil viðurkenning fyrir fyrirtækið en Rosamosi er þar eini nýgræðingurinn í félagsskap framúrskarandi og margverðlaunaðra framleiðenda á sviði.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK