Enginn með fast sæti í Íslandsbanka

Óvenjulegt sætafyrirkomulag verður í nýjum höfuðstöðvum Íslandsbanka.
Óvenjulegt sætafyrirkomulag verður í nýjum höfuðstöðvum Íslandsbanka. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Í nýjum höfuðstöðvum Íslandsbanka í Norðurturninum við Smáralind verður nánast enginn starfsmaður með fast sæti heldur á fólk að velja sér sæti sem hentar verkefninu sem það er að vinna á hverjum tíma.

„Einn daginn getur þú sest við hefðbundna vinnustöð, næsta dag sest inn í þagnarrými í ætt við lessal í bókasafni til að hámarka einbeitingu og þriðja daginn komið þér fyrir í hópvinnurými til að tryggja öfluga samvinnu í verkefnavinnu,“ segir í tilkynningu sem starfsmönnum var birt í dag.

„Þannig stýrir starfsfólk sinni vinnuaðstöðu í nýjum höfuðstöðvum Íslandsbanka til samræmis við þau verkefni sem þau þurfa að sinna á hverjum tíma.“

Hefðbundið vinnuumhverfi á útleið

Þetta nefnist verkefnamiðuð vinnuaðstaða og á fyrirkomulagið að styrkja samstarf milli deilda og sviða. Í tilkynningunni til starfsmanna segir að opið vinnuumhverfi eins og almennt þekkist hér á landi sé á útleið enda sé þá starfsmaðurinn fastur á einum stað. Hann geti þar af leiðandi ekki stjórnað áreiti eins og hávaða þegar hann þurfi að einbeita sér.

Höfuðstöðvar Íslandsbanka, sem eru í dag á Kirkjusandi, verða fluttar yfir í Norðurturninn í haust. Höfuðstöðvarnar verða um 8.600 fermetrar og þar munu 650 starfsmenn starfa.

Frétt mbl.is: Íslandsbanki flytur í Norðurturninn

Norðurturninn við Smáralind.
Norðurturninn við Smáralind. mbl.is/Ofeigur Lydsson
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK