Nýr framkvæmdastjóri Stapa

Ingi Björnsson.
Ingi Björnsson.

Stjórn Stapa hefur gengið frá ráðningu í starf framkvæmdastjóra Stapa lífeyrissjóðs. Var Ingi Björnsson valinn úr hópi átján umsækjenda og mun hann taka til starfa á næstu mánuðum.

Ingi hefur mastersgráðu í hagfræði frá Göteborgs Universitet og lauk B.Sc.-gráðu í hagfræði frá sama skóla.

Hann hefur gengt ýmsum stjórnunarstörfum og hefur víðtæka reynslu af störfum á fjármálamarkaði, bæði sem framkvæmdastjóri og stjórnarmaður. Undanfarin sextán ár hefur hann starfað hjá Íslandsbanka sem útibússtjóri á Akureyri.

<span>Kári Arn­ór Kára­son, fyrrverandi framkvæmdastjóri sjóðsins, lét af störfum í apríl eftir að nafn hans fannst í Pana­maskjöl­un­um þar sem hann teng­dist tveim­ur fé­lög­um.</span>

<strong><a href="https://www.google.is/search?q=H%C3%A6tt%C2%ADir+hj%C3%A1+Stapa+vegna+Pana%C2%ADmaskjala&amp;oq=H%C3%A6tt%C2%ADir+hj%C3%A1+Stapa+vegna+Pana%C2%ADmaskjala&amp;aqs=chrome..69i57.349j0j4&amp;sourceid=chrome&amp;ie=UTF-8" target="_blank">Frétt mbl.is: Hættir hjá Stapa vegna Panamaskjala</a></strong>

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK