Óbreyttir stýrivextir í Noregi

Ósló, höfuðborg Noregs.
Ósló, höfuðborg Noregs. mbl.is/Golli

Norski seðlabankinn ákvað í morgun að halda stýrivöxtum sínum óbreyttum í 0,50%. Forsvarsmenn bankans ítrekuðu þó að vaxtalækkanir væru fyrirsjáanlegar síðar á árinu til þess að bregðast við niðursveiflu í norsku efnahagslífi vegna lækkandi olíuverðs.

Allir helstu greinendur höfðu gert ráð fyrir óbreyttum stýrivöxtum.

Øystein Olsen seðlabankastjóri sagðist á blaðamannafundi í morgun ekki útiloka að bankinn myndi taka upp neikvæða vexti, ef efnahagsstaða landsins myndi versna, líkt og gert hefur verið víða, svo sem í Danmörku.

Þrettán af fjórtán hagfræðingum sem fréttastofa Reuters ræddu við spáðu því að bankinn héldi stýrivöxtum sínum óbreyttum í 0,50%. Þeir eiga þó allir von á því að bankinn lækki vextina í 0,25% í september.

Erik Bruce, hagfræðingur hjá bankanum Nordea, sagðist fullviss um að bankinn lækkaði stýrivextina í september, nema eitthvað „mjög óvenjulegt“ kæmi fyrir.

Lækkandi olíuverð á undanförnum árum hefur haft slæm áhrif á norskan efnahag og dregið úr umsvifum í stærstu atvinnugrein landsins, olíuframleiðslu.

Olíuverð hefur lækkað um 55% frá því um mitt ár 2014.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK