Asos liggur niðri

Þessi skjámynd mætir viðskiptavinum.
Þessi skjámynd mætir viðskiptavinum. Skjáskot/asos

Breska vefverslunin Asos liggur niðri en hún hefur verið mjög vinsæl meðal Íslendinga á síðustu árum. Þeir sem hafa hugsað sér gott til glóðarinnar í morgun sökum gengisfalls breska pundsins hafa því gripið í tómt.

Á Twitter-síðu fyrirtækisins kemur fram að um tæknilega örðugleika sé að ræða og að síðan hafi legið niðri í nokkrar klukkustundir. Starfsmenn fyrirtækisins hafa fullvissað viðskiptavini um að verið sé að vinna í því að koma síðunni aftur á koppinn. 

Hafa einhverjir bent á að það sé afar hentugt að síðan hafi hrunið á sama tíma og pundið. 

Asos hefur þó neitað því að Brexit tengist málinu.

Pundið hefur fallið um rúm fimm prósentustig gagnvart íslensku krónunni í morgun og nemur gengi þess 171,39 krónum þegar þetta er skrifað. Við lokun markaða í gær stóð það í 180,49 krónum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK