Afturkallaði skilríki hálftíma eftir kvörtun

mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Í september 2014 kvartaði einstaklingur til Neytendastofu vegna öryggis rafrænna skilríkja sem Auðkenni gefur út. Málinu lauk án aðgerða Neytendastofu. Með úrskurði áfrýjunarnefndar neytendamála í júní 2015 var ákvörðun Neytendastofu felld úr gildi og lagt fyrir stofnunina að taka erindið til nýrrar meðferðar.

Erindið var tekið til nýrrar meðferðar af Neytendastofu í júlí 2015. Að lokinni nýrri málsmeðferð taldi Neytendastofa að kvartandi hefði ekki lögvarða hagsmuni af úrlausn málsins þar sem hann hefði afturkallað rafræn skilríki sín hjá Auðkenni.

Þá benti Neytendastofa á að undirskriftabúnaður Auðkennis uppfyllir lögbundnar kröfur gagnvart hæsta öryggisstigi. Taldi Neytendastofa því ekki ástæðu til aðgerða vegna ábendinga kvartanda.

Ekki tilefni til aðgerða

Í ákvörðun Neytendastofu segir að kvartandinn hafi afturkallað rafræn skilríki sín hjá Auðkenni ehf. rúmum hálftíma eftir að hafa komið upphaflegu erindi sínu á framfæri við Neytendastofu. 

Í erindi kvartanda var bent á þann möguleika að með aðgæsluleysi og einbeittum brotavilja væri fræðilega unnt við ákveðnar og sérhæfðar kringumstæður að misnota fullgild rafræn skilríki. Benti Auðkenni ehf. á að ábendingarnar sneru að öryggisatriðum sem vörðuðu notkun neytandans sjálfs á þeim tækjum þar sem rafræn skilríki eru varðveitt. Taldi Neytendastofa að slíkir möguleikar væru hverfandi.

Þá segir stofnunin að ekki sé tilefni til aðgerða, jafnvel þótt kvartandinn hefði lögvarða hagsmuni.

Hér má lesa ákvörðunina í heild.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK