Branson ræður fanga í vinnu

Sir Richard Branson, stofnandi Virgin Group.
Sir Richard Branson, stofnandi Virgin Group. AFP

Milljarðamæringurinn Richard Branson hefur markvisst ráðið fyrrverandi fanga í vinnu og hvetur önnur fyrirtæki til að gera slíkt hið sama. Aukinn fjölbreytileiki, lægri samfélagskostnaður og minni líkur á endurkomu í fangelsi segir hann nokkra af mörgum kostum.

Branson hóf fyrir nokkrum árum að leita til fanga þegar ráðið var í stöður innan fyrirtækisins Virgin Trains. Í dag vinna 25 fyrrverandi fangar hjá fyrirtækinu og af nýjum ráðningum þessa árs eru um þrjú prósent fangar. Virgin Trains hefur nú gefið út leiðarvísir fyrir önnur fyrirtæki sem vilja feta sömu braut en þar er meðal annars vísað á góða tengiliði og fangelsi sem hægt er að hafa samband við. „Ráðning á starfsmanni með dóm á bakinu kostar okkur ekki meira en hefðbundin ráðning en leiðir til þess að mjög metnaðarfullir starfsmenn ganga til liðs við fyrirtækið á hverju ári,“ segir í leiðarvísinum.

Talið er að endurkomur í fangelsi kosti breska skattgreiðendur um 13 milljarða punda á ári en rannsóknir sýna að minni líkur eru á því ef fyrrverandi fangar finna vinnu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK