Advania á markað í Svíþjóð

Höfuðstöðvar Advania.
Höfuðstöðvar Advania.

Advania stefnir á skráningu í Kauphöllina í Stokkhólmi árið 2018 þrátt fyrir að höfuðstöðvarnar verði hér á landi. Um 59% af rekstrarhagnaði fyrirtækisins varð til á sænska markaðnum í fyrra og er ákvörðunin tekin í ljósi sterkrar stöðu félagsins og vaxtarmöguleika á Norðurlöndum.

Markmið skráningarinnar er tvíþætt, annars vegar stuðningur við áframhaldandi þróun og uppbyggingu á Norðurlöndum og hins vegar frekari styrking á eigin fé félagsins.

„Með skráningu styrkjum við félagið og fáum til liðs við okkur fleiri fjárfesta. Að því gefnu að gjaldeyrishöft verði ekki lengur til staðar á árinu 2018 vonum við að innlendir aðilar muni verða sterkur hluti nýrra fjárfesta í félaginu. Verði hins vegar áfram verulegar takmarkir á fjárfestingarmöguleikum íslenskra fjárfesta á þessum tíma verður skoðað hvaða möguleikar eru í stöðunni í samvinnu við Nasdaq á Íslandi,” er haft eftir ThomasIvarson, stjórnarmanniAdvania í tilkynningu.

Stjórn Advania.
Stjórn Advania.

20,5 milljarða tekjur

Samkvæmt nýsamþykktum ársreikningi Advania fyrir síðasta ár námu heildartekjur fyrirtækisins 20,5 milljörðum króna og jukust um 1,9% frá fyrra ári. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) nam rúmum tveimur milljörðum króna og jókst um 5,1% frá fyrra ári.

Hagnaður samstæðunnar af reglulegri starfsemi nam 159 milljónum króna en að teknu tilliti til afkomu af aflagðri starfsemi og þýðingarmunar vegna eignarhluta í erlendum dótturfélögum, nam hagnaður af rekstri samstæðunnar 147 milljónum króna. Eiginfjárhlutfall var 13% í árslok 2015.

Á aðalfundi Advania var stjórn félagsins endurkjörin. Í stjórn sitja eftirtaldir: Thomas Ivarson, Bengt Engström og Birgitta Stymne Göransson.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK