Evrópubúar áhyggjufyllri en Bretar

Einkaneysla hefur verið ein helsta driffjöður hagvaxtar í Bretlandi sl. …
Einkaneysla hefur verið ein helsta driffjöður hagvaxtar í Bretlandi sl. ár. Hagfræðingar telja nú 60% líkur á að kreppa muni fylgja útgöngunni úr ESB. AFP

Neytendur á Spáni, Ítalíu og Portúgal hafa meiri áhyggjur af því hvaða áhrif útganga Breta úr ESB muni hafa á efnahag þjóða sinna en Bretar sjálfir. Þetta er niðurstaða nýrrar skoðanakönnunar Mintel markaðsrannsóknafyrirtækisins.

Rúmlega 7.000 manns tóku þátt í könnuninni, sem sýndi að 48% þeirra Spánverja sem svöruðu töldu að útganga Breta myndi hafa „nokkur“ eða „veruleg“ neikvæð áhrif á efnahag Spánar. 41% Ítala og Pólverja voru sömu skoðunar.

Neytendur í öllum þremur löndunum hafa áhyggjur að áhrifin muni ná til vinnuframboðs heimafyrir. Að sögn Mintel voru 39% breskra neytenda þeirrar skoðunar að útgangan úr ESB myndi hafa neikvæð áhrif á þjóðina, á meðan að 25% töldu líklegt að útgangan hefði „veruleg“ eða „nokkuð“ jákvæð áhrif á efnahag landsins.

„Stöðugur efnahagsvöxtur síðustu fimm ára og minnkandi atvinnuleysi þýðir að margir telja sig örugga gagnvart mögulegum neikvæðum áhrifum útgöngunnar,“ sagði Toby Clark rannsóknastjóri Mintel.

Reuters fréttastofan segir upplýsingar frá breska seðlabankanum ekki benda til þess að neysluvenjur Breta hafi tekið miklum breytingum nýlega.

Einkaneysla hefur verið ein helsta driffjöður aukins hagvaxtar í Bretlandi sl. þrjú ár, en hagfræðingar sem Reuters fréttastofan ræddi við, telja flestir að 60% líkur séu á því að efnahagskreppa muni fylgja í kjölfar útgöngunnar úr ESB.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK