Funda um aflandssvæði

James S. Henry mun funda með starfshópi á vegum fjármála- …
James S. Henry mun funda með starfshópi á vegum fjármála- og efnahagsráðuneytisins. mbl.is/Þorkell Þorkelsson

Bandaríski hagfræðingurinn dr. James S. Henry hefur verið fenginn hingað til lands til þess að funda með starfshópi á vegum fjármála- og efnahagsráðuneytisins, sem vinnur að því að meta umfang fjármagnstilfærslna og eignaumsýslu á aflandssvæðum.

Henry starfar sem sérfræðingur hjá hugveitunni Tax Justice Network og eru helstu rannsóknarefni hans alþjóðleg bankastarfsemi og skattaskjól. Í framhaldi af fundinum með starfshópnum heldur Henry fyrirlestur í Háskóla Íslands í hádeginu í dag um aflandseignir, alþjóðlegt net skattaskjóla, skattsvik, peningaþvætti og ránræði (kleptocracy) og áhrif þess á efnahag þjóða. Fyrirlesturinn er haldinn kl. 12 í stofu 101 á Háskólatorgi.

Starfshópi ráðuneytisins sem vinnur að því að meta umfang fjármagnstilfærslna og eignaumsýslu á aflandssvæðum er falið að leggja tölulegt mat á umfangið í ríkjum sem skilgreind eru sem lágskattasvæði og takmarka miðlun upplýsinga um eignir og tekjur milli landa. Þá er hópnum falið að áætla mögulegt tekjutap hins opinbera af slíkum umsvifum. Starfshópnum er ætlað að skila skýrslu til ráðherra fyrir lok sumars. Formaður starfshópsins er Sigurður Ingólfsson, hagfræðingur.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK