3,9 milljarða króna velta í júní

Alls var 55 kaupsamningum og afsölum um atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu …
Alls var 55 kaupsamningum og afsölum um atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu þinglýst í júní. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

55 kaupsamningum og afsölum um atvinnuhúsnæði var þinglýst á höfuðborgarsvæðinu í síðasta mánuði, samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá Íslands. Af þessum skjölum voru 25 um verslunar- og skrifstofuhúsnæði.

Alls var heildarfasteignamat seldra eigna 2.180 milljónir króna.

Er það talsvert minni velta en var í maímánuði.

Þjóðskrá Íslands birtir upplýsingar um umsvif á markaði með atvinnuhúsnæði.

Í júnímánuði var 53 kaupsamningum og afsölum um atvinnuhúsnæði utan höfuðborgarsvæðisins þinglýst. Heildarfasteignamat seldra eigna var 1.724 milljónir króna.

Á sama tíma voru 34 kaupsamningar um atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu skráðir í kaupskrá. Heildarupphæð þeirra var 1.989 milljónir króna og fasteignamat þeirra eigna sem samningarnir fjölluðu um 1.519 milljónir króna. Af þessum samningum voru tólf um verslunar- og skrifstofuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu.

Þá voru jafnframt 33 kaupsamningar um atvinnuhúsnæði utan höfuðborgarsvæðisins skráðir í kaupskrá í júní. Heildarupphæð þeirra var 1.479 milljónir króna og fasteignamat þeirra eigna sem samningarnir fjölluðu um 1.457 milljónir króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK