Forstjóri Ericsson rekinn

AFP

Stjórn sænska símfyrirtækisins Ericsson rak í gær forstjórann Hans Vestberg úr starfi. Megn óánægja er meðal hluthafa fyrirtækisins með rekstur og afkomu þess.

Fjárfestingafélögin Investor AB og Industrivarden, sem eiga samanlagt um 37% í Ericsson, höfðu lýst yfir vantrausti á Vestberg.

Ericsson hefur ekki staðið sig nægilega vel í samkeppninni við finnska símfyrirtækið Nokia og kínverska fyrirtækið Huawei. Vestberg hefur reynt að draga úr kostnaði og fækka starfsmönnum en reksturinn hefur hins vegar lítið batnað.

Uppgjör fyrirtækisins hefur verið undir væntingum greinenda fjóra ársfjórðunga í röð.

Leif Johansson, stjórnarformaður Ericsson, segir að leitin að næsta forstjóra fyrirtækisins muni taka „marga mánuði“. Ekki þykir líklegt að innanbúðarmaður verði ráðinn í starfið, en sænskir fjölmiðlar greindu frá því í gær að Anders Runevad, forstjóri danska vindorkufyrirtækisins Vestas og fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Ericsson, væri líklegastur til þess að hreppa starfið.

Hlutabréf í Ericsson hækkuðu um 1,5% í verði eftir að tilkynnt var um uppsögnina í gær. Bréfin hafa alls lækkað um 21% það sem af er ári.

Sala fyrirtækisins hefur dregist saman sjö ársfjórðunga í röð. Uppgjör fyrirtækisins fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins var einkar slæmt, en hlutabréfin féllu um 15% á einum degi eftir að það var birt.

Neil Campling, greinandi hjá Northern Trust Capital Markets, sagði í samtali við Reuters að uppsögn Vestbergs hefði verið jákvætt skref sem margir fjárfestar fögnuðu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK