Olíuverð ekki lægra í þrjá mánuði

Olíuverð lækkar enn.
Olíuverð lækkar enn. mbl.is/Golli

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað á undanförnum vikum og hefur nú ekki verið lægra í þrjá mánuði. Talið er að offramboð á bæði hráolíu og jarðgasi á heimsmörkuðum muni leiða til enn frekari lækkunar á næstu misserum.

Olíuverð á bandarískum markaði lækkaði um 2,4% í morgun og er nú 43,11 dalir á tunnuna. Hefur það ekki verið lægra síðan í apríl, en lækkunin hefur numið tólf prósentustigum í þessum mánuði.

Þá lækkaði verð á Brent-hráolíu um 2,1% í morgun og kostar nú tunnan 44,75 dali. Hefur verðið ekki verið lægra síðan 10. maí síðastliðinn.

Hlutabréf í olíuframleiðendum féllu einnig í viðskiptum morgunsins. Bréf Exxon Mobil lækkuðu um 1,8% og Chevron um 2,6%.

Sanjeev Gupta, greinandi hjá EY, segir að hráolíumarkaðir hafi verið undir þrýstingi vegna aukins framboðs á olíu.

Ekkert lát virðist heldur vera á framleiðslunni, samkvæmt upplýsingum frá greiningarfyrirtækinu Genscape. Olíubirgir í birgðastöðinni í Cushing í Oklahoma í Bandaríkjunum jukust um til að mynda 1,1 milljón tunna í síðustu viku.

Framleiðslan er enn langt umfram þá eftirspurn sem er fyrir …
Framleiðslan er enn langt umfram þá eftirspurn sem er fyrir hendi á mörkuðum. AFP

Greiningardeild fjárfestingabankans Morgan Stanley benti á í gær að olíuframleiðendur væru að framleiða olíu langt umfram þá eftirspurn sem væri fyrir hendi. Jafnvel væru merki um að eftirspurn væri að dragast saman. Spáir bankinn frekara verðfalli á olíumörkuðum á næstunni.

Héldu að sér höndum

Eins og kunnugt er hefur olíuverð lækkað mikið á undanförnum árum, eftir að það náði hámarki sínu í 115 dölum á tunnuna árið 2014. Verðlækkunin leiddi til þess að margir bandarískir olíuframleiðendur ákváðu að halda að sér höndum og draga úr framleiðslunni, sem var orðin óarðbær.

En þrátt fyrir minni framleiðslu eiga Bandaríkjamenn enn miklar olíubirgðir.

Styrking Bandaríkjadalsins undanfarið hefur einnig sett þrýsting á hráolíuverð, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK