Olíuverð nálgast 40 dali

Verð á hráolíu hefur lækkað á mörkuðum í Asíu í …
Verð á hráolíu hefur lækkað á mörkuðum í Asíu í dag, sjöunda daginn í röð. AFP

Heimsmarkaðsverð á hráolíu hélt áfram að lækka í Asíu í dag og hefur lækkað um tæplega 20% frá því í byrjun júní er verð á olíutunnu fór yfir 50 Bandaríkjadali. Líklegt þykir að verð á olíu fari niður fyrir 40 Bandaríkjadali tunnan á næstu dögum.

Verð á West Texas Intermediate-hráolíu lækkaði í morgun um 22 sent tunnan og er hún nú á 40,92 Bandaríkjadali á hrávörumörkuðum í Asíu. Brent-Norðursjávarolía lækkaði um 24 sent og er á 42,46 dali tunnan. Þetta er sjöundi dagurinn í röð sem verð á hráolíu lækkar á mörkuðum í Asíu. Lækkunin er rakin til ótta um minni eftirspurn á sama tíma og framleiðsla hefur aukist.

Jonathan Barratt, yfirmaður fjárfestinga hjá verðbréfafyrirtækinu Ayers Alliance Securities í  Sydney, segir í viðtali við Bloomberg News að það sé allt of mikið af olíu á markaði. Verð á hráolíu sveiflist nú á milli 40 og 50 dala tunnan en ef verðið fari niður fyrir 40 dali tunnan þá fylgi því vandamál. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK