Spá lækkandi verðbólgu

Er það helst fasteignaverð sem heldur lífi í verðbólguglæðunum en …
Er það helst fasteignaverð sem heldur lífi í verðbólguglæðunum en gert er ráð fyrir því að fasteignaliður vísitölu neysluverðs leggi til 0,15% til hækkunar. mbl.is/Rax / Ragnar Axelsson

Capacent spáir tæplega 0,3% hækkun vísitölu neysluverðs í ágúst og ef að það gengur eftir mun tólf mánaða verðbólga lækka úr 1,1% í 0,9%.  Verðbólgan mun því brjóta neðri vikmörk verðbólgumarkmiða. Þetta kemur fram í verðbólguspá Capacent fyrir ágúst.

Í síðasta mánuði hafði almennt verðlag í landinu lækkað um 0,6% án húsnæðis. Ef spá Capacent gengur nú eftir mun vísitala neysluverðs án húsnæðis enn lækka. Verðhjöðnun í ágúst verður því 1% ef litið er fram hjá hækkun húsnæðisverðs.

Bent er á að rökstuðningur Seðlabanka fyrir hækkun stýrivaxta síðasta sumar og haust hafi verið að verðbólga færi vaxandi upp úr miðju ári 2016. „Það verðbólguskot hefur ekki komið og verðbólgan farið stiglækkandi en á seinni hluta síðasta árs sveiflaðist hún í kringum 2%, á fyrri hluta þessa árs í kringum 1,5% og virðist nú vera komin í kringum 1%. Íslensk skuldsett heimili hafa því verið sólarmegin í lífinu síðastliðið ár,“ segir í verðbólguspá Capacent.

Er það helst fasteignaverð sem heldur lífi í verðbólguglæðunum en gert er ráð fyrir því að fasteignaliður vísitölu neysluverðs leggi til 0,15% til hækkunar. „Við gerum ráð fyrir að hækkun fasteignaverðs verði í meira lagi í ágúst en hækkanir á fasteignaverði eru oft hvað mestar á haustin,“ segir í verðbólguspánni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK