Varar við erfiðleikum í bresku efnahagslífi

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands.
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. AFP

Forsætisráðherra Bretlands, Theresa May, varar við því að erfiðir tímar gætu verið í vændum fyrir efnahagslíf landsins. Hún reynir nú að undirbúa fríverslunarsamninga fyrir hönd Breta eftir útgöngu úr Evrópusambandinu á ráðstefnu leiðtoga G-20 í Kína.

Í viðtali við BBC útilokar hún að þingkosningar verði haldnar í Bretlandi í náinni framtíð enda þurfi Bretar á stöðugleika að halda í kjölfar Brexit-niðurstöðunnar í júní.

May segist vera bjartsýn varðandi efnahagsmál landsins en varaði við því að erfiðir tímar gætu verið í nánd.

„Ég ætla ekki að reyna að halda því fram að það sé sléttur sjór fram undan,“ sagði May í viðtali við BBC. „Ég held að við verðum að vera undir þá staðreynd búin að erfiðir tímar gætu verið í nánd. En hvað mig varðar þá er ég bjartsýn.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK