Gervigreind á Alþingi

Jón Guðnason, lektor og námsbrautarstjóri hátækniverkfræði við HR; Guðrún Arnbjörg …
Jón Guðnason, lektor og námsbrautarstjóri hátækniverkfræði við HR; Guðrún Arnbjörg Sævarsdóttir, forseti tækni- og verkfræðideildar HR; Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis og Ari Kristinn Jónsson, rektor HR.

Innan tveggja ára er stefnt að því að til verði talgreinir sem byggir á gervigreind, sem skrái niður ræður á Alþingi Íslendinga. Fulltrúar Alþingis og tækni- og verkfræðideildar Háskólans í Reykjavík hafa skrifað undir samning um þróun og innleiðingu á opnum hugbúnaði sem nýttur verður við ræðuritun. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

Þar kemur fram að verkefnið er til tveggja ára. Smíðuð verður frumgerð af talgreini með því að greina upptökur af ræðum alþingismanna. Í því felst m.a. að þjálfa og prófa mismunandi útfærslur á talgreiningu. Í  seinni hluta verkefnisins er gert ráð fyrir að talgreinirinn verði samþættur við tölvukerfi Alþingis og settir verði upp ferlar sem nýti talgreininn við fyrsta skrefið í ræðuritun.

Jón Guðnason, lektor og námsbrautarstjóri hátækniverkfræði við Háskólann í Reykjavík leiðir verkefnið. Hann segir að tölvur séu þegar farnar að tala og skilja tungumál og til að viðhalda íslensku sem lifandi tungumáli til framtíðar sé eitt mikilvægasta viðfangefnið að tryggja að tölvur geti skilið og talað íslensku, samkvæmt fréttatilkynningu.

„Við höfum um nokkurt skeið unnið að verkefnum á sviði gervigreindar og máltækni, m.a. í samstarfi við Google, sem miða að því að tölvur framtíðarinnar skilji íslensku. Þróun á talgreini fyrir Alþingi er mikilvægt skref í þróun málgreina fyrir íslensku almennt og verður lyftistöng fyrir fjölbreytt önnur rannsókna- og þróunarverkefni á þessu mikilvæga sviði,“ segir Jón í fréttatilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK