Ný fyrirtæki flýja hátt gengi

Næsta kynslóð fyrirtækja í sjávarútvegi gæti yfirgefið landið á næstu …
Næsta kynslóð fyrirtækja í sjávarútvegi gæti yfirgefið landið á næstu árum. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

„Það er áhyggjuefni fyrir okkur sem erum að hlúa að hinum smærri fyrirtækjum, þ.e. nýsköpunar- og frumkvöðlafyrirtækjum, hvað krónan hefur verið að styrkjast mikið að undanförnu og laun hækkað skarpt.“

Þetta segir Þór Sigfússon, framkvæmdastjóri íslenska Sjávarklasans, í ViðskiptaMogganum í dag. Þessi fyrirtæki eru að hans sögn framtíð íslensks sjávarútvegs. „Í kringum Sjávarklasann eru hátt í 80 fyrirtæki sem eru að vinna með margháttaðar nýjungar í kringum sjávarútveg, bæði tæknifyrirtæki og matvælafyrirtæki, og eru að koma með nýjungar inn á markaðinn. Þessi nýi sjávarútvegur þarf nú að búa við það að viðskiptaáætlanir standast ekki og útflutningur verður erfiðari, meðal annars vegna styrkingar krónunnar.“

Þór óttast ekki að smærri fyrirtæki muni leggja upp laupana en er hræddur um að þau fari úr landi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK