Áforma ókeypis þráðlaust net á almenningsstöðum

Fyrir árið 2020 er stefnt að því að bjóða upp …
Fyrir árið 2020 er stefnt að því að bjóða upp á ókeypis þráðlaust net á almenningsstöðum innan ESB. AFP

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins vill að komið verði upp þráðlausu neti, notendum að kostnaðarlausu, á almenningsstöðum sambandsríkjanna innan fjögurra ára.

Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, tilkynnti þetta í árlegri stefnuræðu sinni.

Hann vill einnig að í það minnsta ein borg hvers aðildarríkis hafi tekið í notkun 5G net fyrir árið 2020.

Ekki eru allir á eitt sáttir um þessa stefnu. Nokkur ríki innan ESB hafa enn ekki náð að uppfylla kröfu um að afnema svokölluð reikigjöld. Þá er umdeilt hvort að þessar nýju kröfur eigi við um Bretland sem ætlar að yfirgefa sambandið innan fárra ára. 

Juncker segir að stafræn tækni nái til allra þátta daglegs lífs og því eigi allir að geta komist á netið.

Hugmyndirnar um frítt þráðlaust net ná til allra almenningsgarða, torga, bókasafna og opinberra bygginga. Framkvæmdastjórnin ætlar sér að greiða fyrir kostnað til að koma slíku neti á en hins vegar verði það á ábyrgð viðkomandi ríkis að viðhalda því og greiða afnotagjöld o.fl.

Sjá frétt BBC um málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK