Breskt atvinnuleysi ekki aukist

AFP

Þrátt fyrir þá ákvörðun breskra kjósenda í júní að segja skilið við Evrópusambandið hefur atvinnuleysi í Bretlandi ekki aukist líkt og spáð hafði verið.

Þetta kemur fram á fréttavefnum Euobserver.com þar sem vísað er í bráðabirgðatölur frá bresku hagstofunni sem birtar voru í gær. Atvinnuleysi í júlí mældist 4,9%.

Atvinnustigið á milli maí og júní var 74,5% sem er það hæsta síðan núverandi aðferð við að reikna það út var tekin í notkun árið 1971.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK