Hætti við kaup á Múrbúðinni

Verslun Múrbúðarinnar.
Verslun Múrbúðarinnar. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Fagfjárfestasjóðurinn Arev N II hætti á síðustu stundu við kaup á 65% hlut í byggingavöruversluninni Múrbúðinni nýlega. Sjóðurinn er m.a. í eigu íslenskra lífeyrissjóða. Viðræður um bætur til seljandans hafa staðið yfir og hafa ekki verið til lykta leiddar enn. 

Aðeins fáeinum klukkustundum áður en greiða átti fyrstu greiðslu fyrir 65% eignarhlut í Múrbúðinni tilkynnti fjárfestasjóðurinn Arev N II, sem að mestu er í eigu lífeyrissjóða, að hann myndi ekki standa við skuldbindingu sína um kaup á hlutnum, samkvæmt heimildum ViðskiptaMoggans.

Fagfjárfestasjóðurinn Arev N II var settur á laggirnar árið 2014 og voru það einkum lífeyrissjóðir sem gerðust hluthafar í sjóðnum auk félaga í eigu Jóns Sch. Thorsteinssonar, eiganda Arev verðbréfa, sem var rekstraraðili sjóðsins samkvæmt sérstöku samkomulagi milli aðila. Sjóðurinn er það sem kallað er framtakssjóður (e. private equity fund) og var honum ætlað að fjárfesta í smærri óskráðum félögum.

Eftir að ný stjórn, undir forystu Gunnars Sturlusonar lögmanns, hafði tekið við sjóðnum í vor kom í ljós að sjóðurinn hafði gert skuldbindandi tilboð í 65% hlutafjár í Múrbúðinni. Tilboðið var þó háð tilteknum skilyrðum sem seljanda bréfanna, Baldri Björnssyni, framkvæmdastjóra Múrbúðarinnar, var ætlað að mæta.

Þeim skilyrðum var mætt og var fátt eftir nema að ganga frá greiðslu fyrir hlutinn af hálfu fjárfestasjóðsins og að framselja hlutabréfin í Múrbúðinni til sjóðsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK