Deila hart um kaupfélag

Kaupfélag Kjalarnesþings.
Kaupfélag Kjalarnesþings. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Harðvítugar deilur hafa risið milli stjórnar Kaupfélags Kjalarnessþings og nokkurra núverandi og fyrrverandi félagsmanna þess. Í aðdraganda þess að stjórnin boðaði til aðalfundar í kjölfar áskorunar þar um voru nöfn tuga félagsmanna afmáð úr félagsskrá og tillaga lögð fyrir fundinn um að slitastjórn yrði skipuð yfir félaginu. Segja stjórnarmenn að viðkomandi félagsmenn hafi verið teknir af félagsskrá þar sem þeir voru brottfluttir, látnir eða ekki hafi verið hægt að sýna fram á að þeir hefðu greitt inntökugjald í félagið.

Þórarinn Jónasson, einn þeirra sem færðir voru úr félagsskránni, hefur lýst því yfir að sú ákvörðun að slíta félaginu sé ólögleg þar sem ekki hafi með lögmætum hætti verið boðað til fyrrnefnds aðalfundar. Hefur hann sömuleiðis kallað eftir rannsókn á rekstri kaupfélagsins sem hefur verið þungur á umliðnum árum og skilað tapi allt frá árinu 2007.

Í umfjöllun um mál þetta í ViðskiptaMogganum í dag segja stjórnarmenn að viðkomandi félagsmenn hafi verið teknir af félagsskrá þar sem þeir voru brottfluttir, látnir eða ekki hafi verið hægt að sýna fram á að þeir hefðu greitt inntökugjald í félagið.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK