Disney sakað um rasisma

Búningurinn hefur verið tekinn úr sölu.
Búningurinn hefur verið tekinn úr sölu. Skjáskot

Disney hefur stöðvað sölu á búningi úr nýjustu mynd teiknimyndarisans Moana eftir að fyrirtækið var sakað um rasisma.

Búningurinn er byggður á lýsingu Disney á Maui, sem er lykilpersóna í sagnahefð Pólýnesa. Samanstóð búningurinn af brúnum síðum buxum og langermabol með „húðflúrum“ og strápilsi. Húðflúr eru mikilvægur hluti í menningu Pólýnesa og hafa yfirleitt djúpa merkingu.

Búningurinn vakti hörð viðbrögð á samfélagsmiðlum og sagði Chelsie Haunani Fairchild, sem sagðist vera blanda af Pólýnesa og frumbyggjum Havaí, að búningurinn sýndi svokallað menningarnám. Sagði hún það rangt að selja búning sem leyfði börnum að þykjast vera af sérstökum kynþætti. „Þetta er ógeðslegt,“ sagði hún í myndbandi á Youtube. „Þetta er óviðeigandi og ekki í lagi.“

Disney baðst afsökunar og sagðist ætla að hætta sölu á búningnum bæði í verslunum og á netinu.

„Teymið á bakvið Moana hefur sérstaklega leitað eftir því að virða menningarhópa Kyrrahafseyjanna sem myndin segir frá og við hörmum að Maui-búningurinn hafi móðgað fólk,“ sagði í tilkynningu Disney.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK