Icelandair verðlaunað fyrir nýjung í snjalltækni

Verðlaunin voru veitt á ráðstefnu samtakanna í Las Vegas.
Verðlaunin voru veitt á ráðstefnu samtakanna í Las Vegas. mbl.is/Árni Sæberg

Flugfélagið Icelandair hefur hlotið viðurkenninguna „Best Mobile Technology Initiative“, eða fyrir bestu nýjung flugfélaga í snjalltækni, hjá samtökunum Future Travel Experience. Verðlaunin voru veitt fyrr í mánuðinum á stórri ráðstefnu samtakanna í Las Vegas.

Önnur verðlaun voru einnig veitt í ýmsum greinum flugþjónustu og var Icelandair þar í góðum hópi flugfélaga á borð við United, Lufthansa, JetBlue, KLM, U.S og Qatar Airways, að því er fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Sjá frétt mbl.is: Hægt að bóka flug í gegnum Facebook Messenger 

Á vef samtakanna má finna rökstuðning fyrir verðlaunum Icelandair. Segir þar að flugfélagið hafi hlotið verðlaunin vegna þróunar forrits sem með hjálp gervigreindar nýtir sér Facebook Messenger til að auðvelda viðskiptavinum að leita að flugferðum í boði.

„Viðskiptavinir geta einfaldlega opnað Facebook Messenger smáforritið, byrjað að spjalla við Icelandair, skrifað inn viðeigandi upplýsingar eins og áfangastað og ferðadagsetningar, og leitað að flugerðum. Allar upplýsingarnar eru þá veittar sjálfvirkt en samt í formi samræðna. Loks þegar notandinn hefur valið flugferðir sínar, er hann fumlaust færður á vefsíðu Icelandair til að ljúka greiðslu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK