Iðnaðarmenn snúa aftur heim frá Noregi

Vöxtur er nú í byggingariðnaði hérlendis og hefur hópur iðnaðarmanna …
Vöxtur er nú í byggingariðnaði hérlendis og hefur hópur iðnaðarmanna sem fluttu utan eftir hrun snúið til baka. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fjöldi iðnaðarmanna flutti utan til Noregs vegna verkefnaskorts á árunum eftir hrunið. Nú hafa aðstæður breyst hérlendis og skortur er á innlendu vinnuafli í mörgum greinum í byggingariðnaði.

„Ég held að ekki sé vafi á því að fjöldi iðnaðarmanna sem fluttu utan, til dæmis til Noregs, í kjölfar kreppunnar og ekki hafa þegar flust heim að nýju, hefur áhuga á að flytja til baka til landsins.“

Þetta segir Svanur Karl Grjetarsson, framkvæmdastjóri byggingafélagsins Mótx ehf., í umfjöllun um vöxt í byggingastarfsemi og skort á iðnaðarmönnum í þeim geira í ViðskiptaMogganum í dag. Félag hans byggir nú nær 100 íbúðir í landi Helgafells í Mosfellsbæ og í Bæjarlind í Kópavogi, auk atvinnuhúsnæðis í Norðlingaholti.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK