Möguleg kaup hækkuðu hlutabréfin

Kaupin gætu gengið í gegn í lok þessa árs.
Kaupin gætu gengið í gegn í lok þessa árs. AFP

Hlutabréf í Twitter hækkuðu um tæplega 20% í dag eftir að fréttir bárust af því að nokkur stórfyrirtæki hefðu áhuga á að kaupa samfélagsmiðilinn.

Samkvæmt bandarísku fréttastofunni CNBC styttist nú í að samkomulag um kaupin á Twitter gangi í gegn en mögulegir kaupendur eru m.a. Google og Salesforce.com.

Stjórn Twitt er er sögð vera opin fyrir samningum sem gætu gengið í gegn við árslok. Í síðasta mánuði sagði stofnandi Twitter, Ev Williams, að fyrirtækið væri í sterkri stöðu og að í skoðun væru alls konar möguleikar. Í kjölfarið hækkuðu hlutabréf í samfélagsmiðlinum töluvert.

Þá ýttu kaup Microsoft á LinkedIn undir umræðuna um framtíð Twitter og möguleg kaup á miðlinum.

Tekjur miðilsins hafa líka vakið upp umræðu um möguleg kaup á fyrirtækinu en Twitter hefur aldrei borið hagnað og vöxtur miðilsins hefur farið minnkandi síðustu ár.

Í júlí var greint frá því að á öðrum ársfjórðungi ársins hafi sölutekjur Twitter hækkað um næstum því 20%. Það er þó minnsti vöxtur milli ársfjórðunga síðan að Twitter fór á hlutabréfamarkað árið 2013.

Í frétt BBC er vitnað í Japser Lawler, sérfræðing hjá CMC Markets sem segir það bestsa í stöðunni fyrir Twitter að komast undir væng stórfrirtækis. Gæti það fjölgað notendum og hagnast betur á þeim.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK