Nýtt hliðarverkefni Kjarnans

Gestur.is, nýr frétta- og upplýsingamiðill fyrir ferðaþjónustuna, opnar í næstu …
Gestur.is, nýr frétta- og upplýsingamiðill fyrir ferðaþjónustuna, opnar í næstu viku. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

„Þetta er nýr upplýsinga- og fréttavefur um ferðaþjónustu þar sem safnað er saman og sagðar fréttir af ferðaþjónustu á Íslandi,“ segir Þórður Snær Júlíusson, einn eigenda gestur.is, nýs ferðaþjónustuvefjar sem fer í loftið í næstu viku. Ritstjóri vefjarins er Sara McMahon en hún starfaði m.a. á Fréttablaðinu.  

Vefmiðillinn Kjarninn á stærstan hlut í gestur.is.

Félag sem er að meirihluta í eigu vefmiðilsins Kjarnans er eigandi vefjarins gestur.is. Einnig á Magnús Orri Schram, fyrrvervandi alþingismaður Samfylkingarinnar, hlut í vefnum.

Vefurinn er hliðarverkefni Kjarnans og er aðskilinn frá honum. Hvor ritstjórinn er á sínum vefmiðlinum.  „Við höfum verið að leita eftir fleiri möguleikum til að renna fleiri stoðum undir reksturinn okkar. Þetta var einn af þeim möguleikum sem okkur þótti tilhlýðilegt að skoða nánar,“ segir Þórður Snær.

Vefurinn verður á íslensku og ensku.

„Það eru upplýsingar á víð og dreif um netið. Við ætlum okkur að ná þessum upplýsingum saman fyrir iðnaðinn,“ segir Þórður. 

Vefmiðillinn Túristi greindi fyrst frá. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK