Kaupa gögn um 500-600 Dani

Panamaskjölunum var lekið frá lögfræðistofunni Mossack Fonseca.
Panamaskjölunum var lekið frá lögfræðistofunni Mossack Fonseca. AFP

Dönsk skattayfirvöld hafa keypt upplýsingar úr Panama-skjölunum um nokkur hundrið Dani sem þar eru að finna. Í tilkynningu frá dönskum yfirvöldum í gær kemur fram að þau hafi greitt óþekktum manni sex milljónir danskra króna, 103 milljónir íslenskra króna, fyrir gögnin.

Fyrr í mánuðinum greindi danska ríkisstjórnin frá því að réttlætanlegt væri að grípa til allra mögulegra aðgerðar til þess að hafa hendur í hári þeirra sem reyndu að skjóta eignum sínum undan skatti.

Í tilkynningu er haft eftir Jim Sørensen, skattrannsóknarstjóra, að í gögnunum sé að finna upplýsingar um fjölmarga Dani og að gögnin standist fyllilega þær væntingar sem gerðar voru til þeirra. Unnið er að því að greina gögnin nánar, segir hann.

Þann 7. september tilkynnti ríkisstjórnin að hún myndi greiða fyrir upplýsingar um 500 til 600 Dani sem væru nafngreindir í Panama-skjölunum. Í apríl voru birtar fréttir af fjármunum fjölda fólks í skattaskjólum, þar á meðal þáverandi forsætisráðherra Íslands, Sigmund Davíð Gunnlaugsson.

Frétt Berlingske

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK