Vilja greiða vaxtabætur út fyrirfram

Í fréttatilkynningu frá Samfylkingunni kemur fram að með því að …
Í fréttatilkynningu frá Samfylkingunni kemur fram að með því að greiða vaxtabætur næstu fimm ára út fyrirfram er hægt að styrkja fólk í sambúð um 3 milljónir króna, einstætt foreldri um 2,5 milljónir og einstakling um tvær milljónir. Morgunblaðið/Ómar

Samfylkingin vill greiða vaxtabætur næstu fimm ára út fyrirfram og með því styrkja fólk til kaupa á íbúð. Þá vilja þau taka upp nýtt kerfi húsnæðisbóta, hækka skerðingarmörk og styðja betur við barnafjölskyldur en nú er gert og láta vaxtabætur ráðast af fjölda barna en flokkurinn kynnti stefnu sína í húsnæðismálum, Forskot á fasteignamarkaði, á  blaðamannafundi í Norræna húsinu í dag.

Í fréttatilkynningu frá Samfylkingunni kemur fram að með því að greiða vaxtabætur næstu fimm ára út fyrirfram er hægt að styrkja fólk í sambúð um þrjár milljónir króna, einstætt foreldri um 2,5 milljónir og einstakling um tvær milljónir.

„Þrjár milljónir króna duga til dæmis fyrir útborgun á 20 milljón króna íbúð m.v. 85% lán, eða sem stór hluti útborgunar í dýrari eign. Það er stuðningur sem kemur unga fólkinu úr foreldrahúsum eða námsmannaíbúðum og leigjendum í öruggt húsnæði,“ segir í tilkynningunni.

Forskotið fá þeir sem ekki eiga íbúð og ættu rétt á vaxtabótum. Þær geta að hámarki orðið 600.000 kr. á ári fyrir fólk í sambúð, 500.000 kr. fyrir einstætt foreldri og 400.000 kr. fyrir einstakling. Vaxtabótakerfið tekur mið af bæði tekjum og eignum einstaklinga. Þau sem ekki hafa átt fasteign síðustu þrjú ár á undan, eiga rétt á úrræðinu.

„Á undanförnum árum hefur stuðningur í formi vaxtabóta minnkað gríðarlega, þar sem skerðingarmörk tekna og eigna hafa ekki breyst í samræmi við launaþróun og fasteignaverð. Samfylkingin ætlar að snúa þessari þróun við,“ segir í tilkynningunni.

Er jafnframt bent á að með Forskoti á fasteignamarkaði, felst einnig veruleg fjölgun almennra leiguíbúða um 4000 á kjörtímabilinu auk 1000 námsmannaíbúða um allt land. Einnig að tvöfalda stuðning við barnafjölskyldur og útrýma barnafátækt á Íslandi, en árið 2014 bjuggu 6.100 börn við efnislegan skort á Íslandi, hlutfallslega flest í leiguhúsnæði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK