Allt á áætlun hjá Hard Rock

Tvö eldhús verða á staðnum.
Tvö eldhús verða á staðnum. mbl.is/Árni Sæberg

Framkvæmdir við Hard Rock í Lækjargötu eru nú á lokametrum og ganga vel. Að sögn framkvæmdastjóra Hard Rock á Íslandi, Stefáns Magnússonar, eru framkvæmdirnar á áætlun og verður staðurinn opnaður í lok mánaðar.

70 manns voru ráðnir til starfa á staðnum eftir svokallaða ráðningarhelgi sem haldin var í september. Stefán segir starfsfólkið hafa byrjað í þjálfun í síðustu viku og komu nítján þjálfarar frá Hard Rock til landsins til þess að stjórna henni. Þeir verða á landinu fram yfir opnun staðarins og segir Stefán þjálfunina mikið ferli.

Stefán Magnússon, framkvæmdastjóri Hard Rock á Íslandi.
Stefán Magnússon, framkvæmdastjóri Hard Rock á Íslandi. mbl.is/Árni Sæberg

Aðspurður um útlit staðarins segir hann það ekki endilega eins og fólk á að venjast á Hard Rock.

„Þetta er svolítið nýtt „lúkk“ á þessu öllu, ekki alveg gamli pakkinn. Við fengum aðeins að stjórna þessu sjálf en útlitið er þó alltaf háð samþykki frá Hard Rock. Við gerum ekki bara hvað sem er,“ segir Stefán í samtali við mbl.is.

Að sögn Stefáns ganga framkvæmdirnar vel.
Að sögn Stefáns ganga framkvæmdirnar vel. Mbl.isÁrni Sæberg
Staðurinn er á þremur hæðum.
Staðurinn er á þremur hæðum. mbl.is/Árni Sæberg
Hard Rock verður opnað í lok október.
Hard Rock verður opnað í lok október. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK