Vörur úr H&M 360% dýrari á eBay

Kjóll úr línu KENZO fyrir H&M
Kjóll úr línu KENZO fyrir H&M

Vörur úr nýrri línu tískuhússins KENZO fyrir H&M eru þegar komnar til sölu á eBay, tveimur vikum áður en þær koma í verslanir. Nokkrir notendur eBay hafa sett vörur úr línunni í forsölu og verðmunurinn er allt að 360%.

Það er vefsíðan Highsnobiety sem vekur athygli á þessu.

Fyrirkomulag fyrrnefndra eBay sölumanna er þannig að þeir biðja viðskiptavini um að gefa upp í hvaða stærð þeir vilja hverja flík. Það má því gera ráð fyrir því að umræddir sölumenn ætli að koma sér fyrir við búðirnar löngu áður en þær opna til þess að tryggja það að allar vörurnar rati með þeim heim.

Ef að leitarorðin „KENZO“ og „H&M“ eru slegin inn í eBay koma upp fjölmargar flíkur, m.a. þessi tígurmynstraði gervipels sem er settur á 899 Bandaríkjadali, jafnvirði 102.000 króna. Er það 360% hækkun frá verðinu sem pelsinn mun fást á í verslunum H&M en þar verður hann á 249 Bandaríkjadali eða um 28.000 íslenskar krónur. Í grein Highsnobiety er bent á að hægt sé að fá jakka frá tískuhúsinu sjálfu, án aðkomu H&M, á 1.230 Bandaríkjadali.

Sömu sögu má segja um fleiri vörur sem komnar eru á eBay. Til dæmis er nú hægt að borga 799 Bandaríkjadali í forsölu fyrir kjól úr H&M línunni. Það er 267% hærra verð en kjóllinn mun kosta í H&M þar sem hann mun fást á 299 Bandaríkjadali.

Þá eru stígvél úr línunni, sem verða til sölu á 299 Bandaríkjadali í verslunum H&M, komin í forsölu á eBay á 599 Bandaríkjadali. Þá á eftir að greiða að minnsta kosti 30 Bandaríkjadali í sendingakostnað.

Vörulína KENZO kemur í verslanir H&M 3. nóvember

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK