Einstakar forsendur til að styrkja undirstöður

Hagdeild ASÍ spáir því að fjárfestingar verði drifnar áfram af …
Hagdeild ASÍ spáir því að fjárfestingar verði drifnar áfram af atvinnulífinu en telur litlar fjárfestingar hins opinbera vera áhyggjuefni. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Hagdeild Alþýðusambands Íslands telur útlit gott í efnahagslífinu til næstu ára og gerir ráð fyrir ágætum hagvexti, góðu atvinnuástandi og hóflegri verðbólgu.

Núverandi aðstæður gefi einstakar forsendur til þess að styrkja undirstöður þjóðarbúsins. Þetta kemur fram í nýrri hagspá ASÍ fyrir árin 2016 til 2018.

Hagdeild ASÍ bendir meðal annars á að rekstrar- og skuldastaða ríkissjóðs sé góð um þessar mundir. Hins vegar myndi slaki í ríkisfjármálum og skattalækkanir á tekjuhærri hluta þjóðarinnar, samhliða vanfjármögnuðu velferðarkerfi og veikingu barna- og húsnæðisbótakerfa, ýta undir ofþenslu og óstöðugleika og auka ójöfnuð.

ASÍ bendir á að laun hafa hækkað umtalsvert á liðnu ári og töluvert meira en á árunum fyrir hrun, þegar veruleg spenna ríkti á vinnumarkaði. Launavísitala hafi á fyrstu átta mánuðum þessa árs hækkað að jafnaði um 12,1%. Auk þess hafi hagfelld verðlagsþróun leitt til kröftugs vaxtar kaupmáttar launa og ráðstöfunartekna heimilanna. Á fyrstu átta mánuðum ársins hafi kaupmáttur launa aukist um 10,4% en vísitala kaupmáttar launa hefur aldrei mælst hærri. Auknar ráðstöfunartekjur séu því ekki til komnar vegna aukinna eignatekna líkt og á árunum fyrir hrun, segir í spánni, sem um er fjallað í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK