Nýr forstjóri Ericsson kynntur

Börje Ekholm
Börje Ekholm Vefur Ericsson

Börje Ekholm hefur verið ráðinn forstjóri sænska fjarskiptafyrirtækisins Ericsson, en fyrri forstjóri fyrirtækisins, Hans Vesterberg, var rekinn í júlí eftir að hafa gegnt starfinu í sjö ár.

Fyrr í mánuðinum sendi Ericsson frá sér tilkynningu um að allt að fjögur þúsund myndu missa vinnuna hjá fyrirtækinu í Svíþjóð. Ekholm var forstjóri sænska fyrirtækisins Investor í fimmtán ár, frá 2000-2015. Investor er eignarhaldsfélag Wallenbergfjölskyldunnar. 

Stjórnarformaður Ericsson, Leif Johansson, greindi frá ráðningu Ekholms á fundi með blaðamönnum í morgun. Hann segir Ekholm hafa víðtæka þekkingu á bæði tækni og viðskiptum sem og því sem er efst á baugi í fjarskiptum, tækni og margmiðlun.

Ekholm hefur setið í stjórn Ericsson í tíu ár og að sögn Johansson er Ekholm með góða yfirsýn og skilning á þeim tækifærum og áskorunum sem Ericsson stendur frammi fyrir.

Svenska Dagbladet greindi frá því í júlí að Investor, sem fer með 21,4% hlut í Ericssons, væri sakað um það af öðrum stórum hluthafa, Handelsbanken, að Investor tefði endurskipulagningu rekstrar Ericssons. Industrivärdensjóðurinn, sem er aðaleigandi Handelsbanken, fer með 20,1% hlut í Ericsson. Samkvæmt heimildum SvD var tilgangurinn með því að tefja ferlið að hafa áhrif á verð hlutabréfa í Ericsson til lækkunar svo Handelsbanken myndi selja hlut sinn. Með því væri hægt að fá bandaríska tæknifyrirtækið Cisco til að kaupa hlut í símaframleiðandanum.

Ekholm mun taka við forstjórasætinu 16. janúar en ráðning hans hefur komið ýmsum á óvart í sænsku viðskiptalífi, samkvæmt fréttum sænskra fjölmiðla í dag.

SvD 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK