Sjóðir á Írlandi sérhæfa sig í Íslandi

Fyrir tveimur árum hóf GAMMA að undirbúa opnun skrifstofu í London sem nú hefur verið starfrækt í rúmlega ár. Að sögn Gísla Haukssonar, forstjóra, tengdist sú ákvörðun fyrirhugaðri losun gjaldeyrishafta. Markmið starfseminnar er að þjónusta íslenska viðskiptavini við að dreifa áhættu í eignasöfnum sínum með fjárfestingum erlendis.

Að sama skapi aðstoðar skrifstofan erlenda fjárfesta sem hafa áhuga á að fjárfesta á Íslandi. Í því skyni hefur GAMMA sett á stofn tvo sjóði á Írlandi sem að sögn Gísla eru fyrstu sjóðirnir sem sérhæfa sig í fjárfestingum á Íslandi en eru staðsettir utan landsteinanna.

„Það hefur oft verið erfitt að fá erlenda aðila til þess að fjárfesta á Íslandi af því að þeir þurfa að opna vörslureikning, bankareikning, setja upp gjaldeyrislínu og svo núna að fá gulan skiptimiða hjá Seðlabankanum. Nú erum við hins vegar komin með tvo sjóði sem fjárfesta beint á Íslandi og við stýrum,“ segir Gísli.

Í ViðskiptaMogganum sem kemur út í fyrramálið verður rætt við Gísla um starfsemi GAMMA í London og frekari fyrirætlanir um starfsemi fyrirtækisins erlendis.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK