360° útsýni úr öllum sætum Eldborgar

Nú geta gestir Eldborgarsals Hörpu virt fyrir sér útsýnið úr hverju einasta sæti í salnum þegar þeir kaupa miða á netinu. 1800 360° ljósmyndir voru teknar úr öllum sætum til að þetta væri mögulegt.

Það var miðasölufyrirtækið Tix sem vann verkefnið í samvinnu við Hörpu og RP Media en Sindri Már Finnbogason eigandi Tix segir svipaða möguleika vera í boði hjá erlendum miðasölufyrirtækjum.

Möguleikinn gagnast erlendum miðakaupendum en hlutfall erlendra gesta á viðburði í Hörpu hefur farið hækkandi, á tónleikum sinfóníunnar eru erlendir gestir allt að 25%. Bæði er hægt að virða útsýnið fyrir sér á tölvuskjá en einnig er hægt að skoða það í símanum með þar til gerðum sýndarveruleikagleraugum.

Í myndskeiðinu er möguleikinn skoðaður og rætt er við Sindra Má um framkvæmdina og hér er hægt að skoða möguleikann á vef Tix.

„Þú getur reyndar ekki enn séð hvort það verði einhver hávaxinn í sætinu fyrir framan þig en hver veit hvað gerist í framtíðinni,“ segir hann um hver næstu skref í miðasölu gætu verið.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK