3,5 milljarða hagnaður fyrstu níu mánuði ársins

Rekstrartekjur HB Granda hf. á fyrstu níu mánuðum ársins 2016 …
Rekstrartekjur HB Granda hf. á fyrstu níu mánuðum ársins 2016 námu 152,5 milljónum evra eða 20,9 milljörðum króna samanborið við 166,6 milljónir evra árið áður. mbl.is/Styrmir Kári

Hlutabréf í HB Granda hafa hækkað um tæp 4,2% í verði síðan að uppgjör þriðja ársfjórðungs ársins var birt í gær. Rekstrartekjur samstæðunnar á þriðja árfjórðungi voru 57,2 milljónir evra en hagnaðurinn 12,7 milljónir evra, þ.e. 1,5 milljarður íslenskra króna.

Rekstrartekjur HB Granda hf. á fyrstu níu mánuðum ársins 2016 námu 152,5 milljónum evra eða 20,9 milljörðum króna samanborið við 166,6 milljónir evra árið áður.  Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir var 5,5 milljarðar króna eða 40,1 milljónir evra eða 26,3% af rekstrartekjum, en var 46,9 milljónir evra eða 28,2% árið áður. 

Áhrif fjáreignatekna og fjármagnsgjalda voru neikvæð um 1,9 milljónir evra, en voru neikvæð um 1,2 milljónir evra á sama tíma árið áður.  Áhrif hlutdeildarfélags voru jákvæð um 3,0 milljónir evra, en voru neikvæð um 2,9 milljónir evra árið áður.  Hagnaður fyrir tekjuskatt var 30,1 milljónir evra og hagnaður tímabilsins var 25,2 milljónir evra eða 3,5 milljarðar íslenskra króna.   

Heildareignir félagsins námu 457,7 milljónum evra í lok september. Þar af voru fastafjármunir 365,9 milljónir evra og veltufjármunir 91,8 milljónir evra.  Eigið fé nam 249,2 milljónum evra, eiginfjárhlutfall í lok september var 54,4%, en var 62,2% í lok árs 2015. Heildarskuldir félagsins voru í septemberlok 208,5 milljarða evra.

Handbært fé frá rekstri nam 14,5 milljónum evra á tímabilinu, en nam 26,6 milljónum evra á sama tíma fyrra árs.  Fjárfestingarhreyfingar námu 48,5 milljónum evra.  Fjármögnunarhreyfingar voru jákvæðar um 34,0 milljónir evra.  Handbært fé í lok september var því 11,2 milljónir evra sem er það sama og í árslok 2015.

Í tilkynningu HB Granda til Kauphallarinnar segir að skipafloti félagsins hafi verið óbreyttur frá áramótum.

Á fyrstu níu mánuðum ársins 2016 var afli skipa félagsins 37 þúsund tonn af botnfiski og 80 þúsund tonn af uppsjávarfiski.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK