Banna ruslfæðis-auglýsingar

Ávextir eru eitt það mikilvægasta sem börn og unglingar borða.
Ávextir eru eitt það mikilvægasta sem börn og unglingar borða. AFP

Bretar ætla að banna ruslfæðis-auglýsingar sem er beint gegn börnum á bæði samfélagsmiðlum sem og prentmiðlum á næsta ári.

Baráttufólk gegn offitu barna fagnar mjög þessari ákvörðun stjórnvalda en um tilskipunin kemur frá eftirlitsnefnd með auglýsingum. Reglunar taka gildi í júlí á næsta ári en um er að ræða framhald á reglum sem gilda um bann við sjónvarpsauglýsingum sem er ætlað að höfða til barna og ungmenna. Ruslfæði er skilgreint sem fæða og drykkir með mikið fitu, sykur eða salt-innihald.

Nefndin segir að þetta endurspegli breytt hegðunarmynstur barna og ungmenna í Bretlandi en börn á aldrinum 5-15 ára eyða mun meiri tíma á netinu en fyrir framan sjónvarp.

Malcolm Clark, sem stýrir baráttuhópi fyrir bættu fæði barna, segir að loksins hafi yfirvöld hlustað á hvað foreldrar og heilbrigðisstarfsmenn hafi að segja eftir að hafa talað fyrir daufum eyrum árum saman. Hann, ásamt fleirum, bendir hins vegar á að bannið nái aðeins yfir þá miðla þar sem 25% notenda eru börn. Það þýðir að framleiðendur ruslfæðis finna glufu í kerfinu fyrir vöru sína á öðrum miðlum.

Jenny Rosborough, sem stýrir baráttu gegn sykurneyslu, hvetur stjórnvöld til þess að grípa til hertra aðgerða og vísar þar til þátta, svo sem hæfileikakeppna sem eru vinsælar meðal barna, sem falla utan banns vegna þess að viðkomandi þættir eru ekki sérstaklega ætlaðir börnum.

Offita er mikið vandamál meðal breskra barna en í Englandi voru 31,2% barna á aldrinum 2.-15 ára í yfirþyngd árið 2014.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK