Hættir starfsemi í Fellabæ

Sala á þurrkuðum þorskhausum og skreið hefur minnkað í Nígeríu …
Sala á þurrkuðum þorskhausum og skreið hefur minnkað í Nígeríu vegna lágs olíuverðs og gjaldeyrisskort. Mynd úr safni. mbl.is/Rax / Ragnar Axelsson

Líkur eru á því að sautján störf tapist á Fljótsdalshéraði þar sem fiskþurrkunin Haustak ætlar ekki að halda áfram starfsemi sinni í Fellabæ. Björn Ingimarsson, sveitastjóri í Fljótsdalshéraði segir þetta mjög slæmar fréttir.

Vitnað er í Víking Þóri Víkingsson, framkvæmdastjóra Haustaks á vef RÚV þar sem hann segir að samstöðu hafi skort hjá Austfirðingum um að halda stöðinni gangandi. Öllum starfsmönnum fyrirtækisins í Fellabæ var sagt upp í vor en samkvæmt frétt RÚV var vonast til þess að hægt væri að endurráða fólkið ef ástandið myndi lagast í Nígeríu. Vegna lágs olíuverðs og gjaldeyrisskorts dró mjög úr kaupmætti þar og hefur sala á þurrkuðum þorskhausum og skreið minnkað.

Haustak rekur áfram verksmiðju sína á Reykjanesi. Í frétt RÚV kemur fram að vonir séu uppi um að einhver kaupi verksmiðjuna í Fellabæ og að önnur starfsemi hefjist þar.

Í samtali við mbl.is segir Björn Ingimarsson, sveitastjóri Fljótsdalshéraðs það mjög slæmt fyrir atvinnulífið á svæðinu að missa þessi störf. Segist hann vona að aðrir muni sjá tækifæri í verksmiðjunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK