Stýrivextir hækkaðir vestanhafs

Janet Yellen tilkynnir um hækkun stýrivaxta í Bandaríkjunum.
Janet Yellen tilkynnir um hækkun stýrivaxta í Bandaríkjunum. AFP

Seðlabanki Bandaríkjanna hækkaði stýrivexti um 0,25 prósentustig í dag og vísaði peningastefnunefnd hans til uppgangs í efnahagslífi landsins. Stýrivextir verða nú á bilinu 0,5 til 0,75% en nefndin segir að líklega verði vextirnir aðeins hækkaðir hægum skrefum í framtíðinni.

Janet Yellen, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, segir að hægt sé að líta á stýrivaxtahækkunina sem traustsyfirlýsingu á hagkerfið. Þetta er fyrsta hækkun stýrivaxta í Bandaríkjunum frá því í desember í fyrra og aðeins önnur á áratug.

Fyrir hækkunina voru bandarískir stýrivextir á bilinu 0,25 til 0,5%. Hlutabréfamarkaðir féllu eftir að tilkynnt var um ákvörðunina. Yellen tjáði sig ekki um viðbrögð markaðarins en stakk upp á að ástæðan gæti verið loforð Donalds Trump, verðandi forseta, um skattalækkanir.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK