Flugmiðinn aldrei ódýrari

SE ONLY ==
SE ONLY == AFP

Aldrei hefur verið eins ódýrt fyrir Íslendinga að kaupa flugmiða og um þessar mundir. Íslendingur á leið til útlanda getur nú gert ráð fyrir að borga um 36.668 krónur að meðaltali fyrir flugmiða báðar leiðir, samkvæmt nýrri könnun Dohop. 

 Til samanburðar kostaði flugmiði báðar leiðir á þessum tíma í fyrra að meðaltali um 55.000 krónur. Flugverð hefur því lækkað um 33% milli ára.

Meðalverð á flugi frá Keflavík er nú 36.668 krónur sem er lækkun um rúm 14% frá síðustu verðkönnun Dohop og hefur aldrei verið lægra frá því að Dohop hóf að gera verðkannanir árið 2012. Mestu ráða þar miklar lækkanir á meðalverði á flugi til New York, Boston og Barselóna.

Miði til New York tæplega 20 þúsund kr. ódýrari

Verð á flugi til nærri allra þeirra borga þangað sem nú er flogið til reglulega frá Keflavík lækkar milli mánaða. Sem dæmi má nefna að meðalverð á flugi til New York lækkar um nærri 20.000 krónur, um 18.000 krónur til Boston og meðalverð á flugi til Barselóna er um 10.000 krónum lægra nú en fyrir mánuði. Verð til allra þeirra borga sem könnunin nær til lækkar, að Manchester undanskilinni, en meðalverð á flugi þangað hækkar um 4%.

Í byrjun árs 2015 var meðalverð á flugi frá Keflavík um 60.326 krónur og í janúar á þessu ári gat sá sem var að bóka flug frá Keflavík gert ráð fyrir að meðalverðið væri um 55.000 krónur.

40% verðlækkun á tveimur árum

Meðalverð á flugi er eins og áður sagði um 36.668 krónur. Það er um 40% lækkun á meðalverð á flugi á tveimur árum. Haldist sama þróun og verið hefur síðustu tvö ár má þannig gera ráð fyrir að Íslendingum bjóðist enn lægri verð þegar líða tekur á vorið.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK