25,9 milljóna gjaldþrot hjá Hp framköllun

Verslun Hans Petersen í Ármúla.
Verslun Hans Petersen í Ármúla. Skjáskot/Já.is

Engar eignir fundust í búi Hp framköllunar ehf, áður Hans Petersen ehf, en búið var tekið til gjaldþrotaskipta 11. júlí 2016. Skiptum í búinu lauk 5. janúar en eins og fyrr segist fundust engar eignir í búinu en lýstar kröfur námu rúmlega 25,9 milljónum króna.

Greint er frá þessu í Lögbirtingablaðinu í dag.

Saga Hans Peter­sen nær aft­ur til 1907 þegar fyrsta versl­un­in var opnuð í Banka­stræti. Síðan hef­ur fyr­ir­tækið haldið úti nokkr­um versl­un­um en aðeins ein stend­ur eft­ir í Ármúl­an­um í dag.

Fé­lagið hafði haldið utan um rekst­ur versl­un­ar Hans Petersen frá ár­inu 2005 en hún hefur verið rekin í nokkr­um fé­lög­um í gegn­um tíðina.

Nafni Hans Peter­sen ehf. var á síðasta ári breytt í HP fram­köll­un ehf. en fyr­ir­tækið skilaði síðast árs­reikn­ingi árið 2013 og var það þá rekið með fjór­tán millj­óna króna tapi. Tapið hafði þó dreg­ist sam­an milli ára en árið 2012 nam tapið tæp­um 42 millj­ón­um króna.

Í lok árs­ins 2013 skuldaði fé­lagið um 52 millj­ón­ir króna en eign­ir hljóðuðu upp á rúm­ar 12 millj­ón­ir króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK