„Hóstandi“ auglýsingaskilti í Stokkhólmi

Skiltið stendur á Odenplan torginu í Stokkhólmi.
Skiltið stendur á Odenplan torginu í Stokkhólmi.

Auglýsingaskilti í Stokkhólmi hefur vakið athygli upp á síðkastið en skiltið „hóstar“ ef einhver gengur framhjá því með logandi sígarettu.

Auglýsingin er á vegum sænskrar lyfjaverslunarkeðju sem vill hvetja reykingamenn til þess að hætta að reykja. Við fyrstu sýn er um ósköp eðlilegt auglýsingaskilti að ræða en það stendur fyrir utan neðanjarðarlestarstöð og sýnir aðeins mynd af ungum karlmanni. En hinsvegar ef gengið er framhjá með logandi sígarettu byrjar maðurinn að hósta. Þá breytist skjárinn og má sjá á honum hinar ýmsu vörur sem eru til sölu í Apotek Hjartar lyfjaversluninni sem geta hjálpað fólki að hætta að reykja.

Auglýsingastofan Akestam Holst hannaði auglýsinguna en reykskynjurum var komið fyrir í skiltinu og því komið fyrir á stað þar sem margir reykja, á Odenplan torginu.

Viðbrögð reykingamanna voru tekin upp og má sjá suma verða mjög hissa á meðan aðrir hlæja.

Í frétt CNN er vitnað í Fredrik Kullberg, markaðsstjóra hjá Apotek Hjartat sem segir viðbrögðin hafa að mestu leyti verið jákvæð. „Tilgangurinn var að ýta undir samtal um þetta mál, skoða viðbrögðin og hvetja folk til þess að taka upp heilbrigðari lífsstíl,“ sagði Kullberg.

Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni reykja rúmlega 20% Svía 15 ára og eldri. Þá er munntóbak gríðarlega vinsælt.


mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK