PETA kaupir hlut í Louis Vuitton

Louis Vuitton taska. PETA vill með hlutabréfakaupunum þrýsta á fyrirtækið …
Louis Vuitton taska. PETA vill með hlutabréfakaupunum þrýsta á fyrirtækið að hætta að framleiða töskur og aðra muni úr skinnum framandi dýrategunda. AFP

Samtökin PETA, sem berjast fyrir réttindum dýra, hafa keypt hlut í tískufyrirtækinu Louis Vuitton Moet Hennesy (LVMH), sem m.a. á tískumerkin Louis Vuitton, Fendi og Marc Jacobs, í því skyni að þrýsta á fyrirtækið að hætta að selja töskur og aðrar vörur úr skinnum framandi dýrategunda.

Með kaupum sínum á hlut í fyrirtækinu, öðlast fulltrúar PETA rétt til að taka þátt í hluthafafundum og að leggja spurningar fyrir stjórnina í návist annarra hluthafa.

Fréttavefur BBC segir ekki hafa verið gefið upp hve stóran hlut PETA keypti, en kaupin tengjast rannsóknum samtakanna á því hvernig farið er með þá krókódíla sem ræktaðir eru sérstaklega fyrir skinn sín.

„Í kjölfar afhjúpunar á því hvernig skriðdýr á krókódílabúgörðum í Víetnam – þar á meðal tveimur sem hafa selt sútunarstöðvum í eigu móðurfélags Louis Vuitton, LVMH ... þá er PETA orðinn hluthafi í LVMH til að þrýsta á fyrirtækið að hætta að selja vörur úr framandi skinnum,“ sagði í yfirlýsingu frá PETA. Fyrirtækið lýsir því einnig hvernig krókódílarnir eru geymdir í litlum gryfjum og stundum byrjað að skera í þá á meðan þeir eru enn lifandi.

Haft var eftir Sylvie Bernard, umhverfisstjóra LVHM, þegar PETA birti myndband sitt í síðasta mánuði að sútunarfyrirtæki sitt hefði ekki keypt krókódílaskinn frá víetnömskum krókódílabúgörðum frá því 2014.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK