Atvinnuleysi aldrei meira í Tyrklandi

Fólk undir berum himni á tehúsi við mosku í Diyarbakir …
Fólk undir berum himni á tehúsi við mosku í Diyarbakir í Tyrklandi. AFP

Atvinnuleysi í október á síðasta ári hefur ekki mælst meira í Tyrklandi í áratug. Atvinnuleysið mældist 11,8% og jókst um 0,5% frá því í september. Það jókst jafnframt um 1,3% frá árinu áður, samkvæmt tölum frá Tyrknesku tölfræðistofnuninni. 

Árið 2010 var atvinnuleysi í landinu örlítið meira eða 11,9%. Ungu atvinnulausu fólki á aldrinum 15 ára og eldri fjölgaði um 500 þúsund miðað við sama tíma á síðasta ári. Alls eru um þrjár milljónir atvinnulausir í yngsta aldursflokknum.       

Óvissa ríkir um efnahagsástandið í Tyrklandi og hafa hryðjuverkaárásir, efasemdir um hagvöxt og óvissa um stjórnmálin sett strik í reikninginn.   

Hagvöxtur landsins dróst saman um 1,8% á þriðja þriðjungi ársins 2015 þegar neysla og útflutningur dróst saman. 

Erdogan: Samsæri gegn Tyrklandi

Recep Tayyip Erdogan, forseta landsins, fullyrðir að lækkun lírunnar, gjaldmiðils landsins, sé samsæri þar sem reynt sé að „knésetja Tyrkland“ og líkir því jafnframt við „hryðjuverkaárás.“ 

Hins vegar hefur hann ekki gefið út frekari skýringar á því hver standi á bak við meint samsæri né hvort hann vísi til erlendra afla eða hvort um sé að ræða persónulegar getgátur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK