Minni söluaukning hjá H&M en búist var við

Hlutabréf í H&M lækkuðu um 2,44% í morgun en alls …
Hlutabréf í H&M lækkuðu um 2,44% í morgun en alls hafa hlutabréfin lækkað um 12,32% síðustu tólf mánuði.

Hlutabréf í H&M féllu í verði í kauphöllinni í Stokkhólmi í morgun eftir að fyrirtækið tilkynnti að söluaukning hjá fyrirtækinu í desember hafi verið minni en búist var við.

Að sögn H&M jókst sala um 6% í erlendum gjaldmiðlum en 10% ef salan er flutt yfir í sænskar krónur. Sérfræðingar spáðu því að aukningin yrði um 8%.

Hlutabréf í fyrirtækinu lækkuðu um 2,44% í morgun en alls hafa hlutabréfin lækkað um 12,32% síðustu tólf mánuði.

Á sama tíma hafa hlutabréf í einum helsta samkeppnisaðila H&M, Inditex, hækkað í verði um 11,28% síðasta árið. Inditex er stærsta fataframleiðslufyrirtæki heims og á m.a. keðjuna Zöru.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK