Eignir sjávarútvegs tæpir 590 milljarðar 2015

Hreinn hagnaður í sjávarútvegi, samkvæmt árgreiðsluaðferð, nam 17,5% árið 2015 …
Hreinn hagnaður í sjávarútvegi, samkvæmt árgreiðsluaðferð, nam 17,5% árið 2015 samanborið við 15% árið áður. Í fjárhæðum nam hagnaðurinn 45,4 milljörðum króna eftir að gjaldfærð hefur verið árgreiðsla að fjárhæð 24,4 milljarðar.

Hagnaður sjávarútvegsfyrirtækja fyrir afskriftir, fjármagnskostnað og tekjuskatt sem hlutfall af heildartekjum sjávarútvegs hækkaði milli áranna 2014 og 2015. Í fiskveiðum og -vinnslu hækkaði hlutfallið, án milliviðskipta, úr 24,3% í 27%, hækkaði í fiskveiðum úr 20,5% árið 2014 í 25,7% af tekjum árið 2015 og lækkaði í fiskvinnslu úr 14,2% í 13,5%.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í Hagtíðindum Hagstofu Íslands um hag veiða og vinnslu sem gefin hafa verið út

Hreinn hagnaður í sjávarútvegi, samkvæmt árgreiðsluaðferð, nam 17,5% árið 2015 samanborið við 15% árið áður. Í fjárhæðum nam hagnaðurinn 45,4 milljörðum króna eftir að gjaldfærð hefur verið árgreiðsla að fjárhæð 24,4 milljarðar. Sé miðað við hefðbundna uppgjörsaðferð er niðurstaðan 18,2% hagnaður 2015 eða 47,1 milljarður, samanborið við 15,1% hagnað árið 2014. 

Samkvæmt efnahagsreikningi voru heildareignir sjávarútvegs í árslok 2015 tæpir 590 milljarðar króna, heildarskuldir tæpir 370 milljarðar og eigið fé rúmir 220 milljarðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK