Ekki meiri sala síðan 2008

Alls seldust 6.797 tonn af lambakjöti innanlands í fyrra en …
Alls seldust 6.797 tonn af lambakjöti innanlands í fyrra en salan hefur ekki verið meiri síðan hrunárið 2008. mbl.is/Árni Sæberg

Innanlandssala á lambakjöti var 5,2% meiri 2016 en árið á undan, samkvæmt nýjum tölum Matvælastofnunar. Alls seldust 6.797 tonn innanlands í fyrra, en salan hefur ekki verið meiri síðan hrunárið 2008. Salan dróst saman í þrjú ár þar á undan. Greint er frá þessu í tilkynningu frá Landssamtökum sauðfjárbænda.

Þar er vitnað í Þórarin Inga Pétursson, formann samtakanna, sem fagnar þessum viðsnúningi en bendir á að þetta gerist ekki af sjálfu sér. Margir samverkandi þættir hafi stuðlað að þessum góða árangri. Verð á lambakjöti sé mjög hagstætt hér á landi og vöruþróun að komast á skrið.

„Aldrei hefur verið ráðist í öflugra og markvissara kynningarstarf gagnvart erlendum ferðamönnum en núna og árangurinn af því er ótvíræður,“ er haft eftir Þórarni. Þá séu Íslendingar að verða enn meðvitaðri um mikilvægi þess að matvara sé framleidd á hreinan og siðrænan hátt í sátt við samfélag og náttúru.

„Þetta er jákvætt að þetta gerist á sama tíma og við erum að horfa upp á vandræði á sumum erlendum mörkuðum fyrir aukaafurðir og ódýrari bita vegna viðskiptadeilu Rússlands og Vesturveldanna,“ er haft eftir formanninum, en í tilkynningunni segir að sauðfjárbændur hafi þegar tekið á sig 600 milljóna króna skell vegna þessara utanaðkomandi áhrifa með afurðaverðlækkun í haust.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK