Frosti hættir hjá VÍ og tekur við Orfi

Frosti Ólafsson hættir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs og mun taka við …
Frosti Ólafsson hættir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs og mun taka við sem forstjóri Orfs. Eggert Jóhannesson

Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, hefur sagt starfi sínu lausu hjá ráðinu. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins mun hann innan skamms taka við starfi forstjóra Orfs Líftækni sem meðal annars framleiðir Bioeffect-húðvörur sem seldar eru í yfir 1.000 verslunum í 28 löndum.

Frosti hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra VÍ síðastliðin fjögur ár en hann situr jafnframt í stjórn Háskólans í Reykjavík og fasteignaþróunarfélaga á vegum skólans. Áður starfaði hann fyrir McKinsey & Company í Kaupmannahöfn, þar sem hann sinnti einkum verkefnum tengdum stefnumótun og rekstrarumbótum fyrirtækja. Hann er hagfræðingur að mennt og með MBA-gráðu frá London Business School.

Nú þegar hefur verið gengið frá ráðningu nýs framkvæmdastjóra hjá VÍ og verður tilkynnt um hver tekur við um miðja næstu viku.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK