Samsung-erfinginn í aðra yfirheyrslu

Lee Jae-yong (í miðjunni) á leið til yfirheyrslu í janúar.
Lee Jae-yong (í miðjunni) á leið til yfirheyrslu í janúar. AFP

Lee Jae-yong, erfingi Samsung veldisins hefur verið yfirheyrður í annað skiptið vegna eins stærsta spillingarmáls Suður-Kóreu. Málið hefur vakið gríðarlega athygli en Lee hefur stöðu sakbornings.

Er talið að seinni yfirheyrslan muni ákvarða hvort að saksóknarar í málinu sækist eftir því að gefa úr handtökuskipun á hendur Lee.

Þing Suður-Kór­eu samþykkti í desember að kæra for­seta lands­ins, Park Geun-Hye, í tengsl­um við málið og fer for­sæt­is­ráðherra lands­ins, Hwang Kyo-Ahn, með embætt­is­störf henn­ar á meðan rann­sókn stend­ur yfir.

Choi Soon-Sil, upp­nefnd „Ras­pútín Kór­eu“, sem var trúnaðar­vin­kona for­set­ans, Park Geun-Hye, er sökuð um að hafa not­fært sér sam­band þeirra til að knýja fram fjár­fram­lög að and­virði sjö millj­arða króna frá fyr­ir­tæk­jum, m.a. Sam­sung, til stofn­un­ar sem hún stjórn­ar.

„Ég mun enn og aftur segja sannleikann,“ sagði Lee við fjölmiðla á leið inn í skýrslutökuna. Hann hafði síðast verið yfirheyrður í janúar en þá fékkst ekki handtökuskipun á hendur honum. Rannsakendur hafa endurskoðað málið síðustu vikur og segjast hafa fundið atriðið sem þarfnast útskýringar Lee.

Saksóknarar í málinu halda því m.a. fram að Samsung hafi gefið fyrirtæki Choi andvirði 338 milljóna króna í skiptum við pólitíska greiða. Við yfirheyrslur viðurkenndi Lee að Samsung hefði gefið hluta af þeirri upphæð til fyrirtækisins en neitaði að hafa sóst eftir greiðum í staðinn.

Þá hefur Lee viðurkennt að fyrirtækið hafi gefið dóttur Choi hest og peninga til þess að hjálpa til við reiðmennskuferil hennar. Lee sagðist þó sjá eftir þeirri ákvörðun.

Frétt BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK