Kristján nýr framkvæmdastjóri Moltu

Félagið Molta ehf., sem var stofnað í mars árið 2007, ...
Félagið Molta ehf., sem var stofnað í mars árið 2007, sér um móttöku og úrvinnslu nánast alls lífræns úrgangs á Eyjafjarðarsvæðinu. Molta er í eigu allra sveitarfélaga við fjörðinn, Byggðastofnunar og nokkurra fyrirtækja. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Kristján Ólafur Ólafsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri jarðgerðarstöðvarinnar Moltu í Eyjafirði. Kristján er M.Sc. í iðnaðarverkfræði frá Álaborgarháskóla í Danmörku og hefur undanfarin níu ár starfað hjá Alcoa Fjarðaáli við stjórnun og framleiðsluþróun.

Kristján er trúlofaður Söndru Hrönn Sveinsdóttur skurðhjúkrunarfræðingi og eiga þau fjögur börn.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Moltu.

Ólöf Jósefsdóttir, sem verið hefur framkvæmdastjóri Moltu síðustu ár, lætur af þeim störfum á næstu mánuðum.  „Eru henni færðar miklar þakkir fyrir gott starf,“ segir í tilkynningu.

Félagið Molta ehf., sem var stofnað í mars árið 2007, sér um móttöku og úrvinnslu nánast alls lífræns úrgangs á Eyjafjarðarsvæðinu. Molta er í eigu allra sveitarfélaga  við fjörðinn, Byggðastofnunar og nokkurra fyrirtækja.

„Moltu var strax mjög vel tekið og eru Eyfirðingar gríðarlega duglegir að skila af sér heimilisúrgangi til stöðvarinnar;  segja má að íbúar svæðisins séu langt á undan flestum öðrum landsmönnum í umgengni við lífrænt sorp. Matvælafyrirtæki á svæðinu láta sitt heldur ekki eftir liggja því þau leggja til þúsundir tonna á ári til jarðgerðar í Moltu. Eyfirðingar geta verið sérstaklega stoltir af stöðu mála en nú horfum við enn fram á veginn, hyggjumst styrkja úrvinnsluiðnaðinn frekar og þar með stoðir Moltu,“ er haft eftir Sigmundi Einari Ófeigssyni, formanni stjórnar Moltu.

Á nýliðnu ári tók Molta á móti alls um 8.100 tonnum af lífrænum úrgangi og jarðgerði. Þar af voru um 4.500 tonn slátur- og heimilisúrgangur og 3.600 tonn garðaúrgangur, pappír og timbur.

Kristján er M.Sc. í iðnaðarverkfræði frá Álaborgarháskóla í Danmörku og ...
Kristján er M.Sc. í iðnaðarverkfræði frá Álaborgarháskóla í Danmörku og hefur undanfarin níu ár starfað hjá Alcoa Fjarðaáli við stjórnun og framleiðsluþróun.
mbl.is
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir