Kristján nýr framkvæmdastjóri Moltu

Félagið Molta ehf., sem var stofnað í mars árið 2007, …
Félagið Molta ehf., sem var stofnað í mars árið 2007, sér um móttöku og úrvinnslu nánast alls lífræns úrgangs á Eyjafjarðarsvæðinu. Molta er í eigu allra sveitarfélaga við fjörðinn, Byggðastofnunar og nokkurra fyrirtækja. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Kristján Ólafur Ólafsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri jarðgerðarstöðvarinnar Moltu í Eyjafirði. Kristján er M.Sc. í iðnaðarverkfræði frá Álaborgarháskóla í Danmörku og hefur undanfarin níu ár starfað hjá Alcoa Fjarðaáli við stjórnun og framleiðsluþróun.

Kristján er trúlofaður Söndru Hrönn Sveinsdóttur skurðhjúkrunarfræðingi og eiga þau fjögur börn.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Moltu.

Ólöf Jósefsdóttir, sem verið hefur framkvæmdastjóri Moltu síðustu ár, lætur af þeim störfum á næstu mánuðum.  „Eru henni færðar miklar þakkir fyrir gott starf,“ segir í tilkynningu.

Félagið Molta ehf., sem var stofnað í mars árið 2007, sér um móttöku og úrvinnslu nánast alls lífræns úrgangs á Eyjafjarðarsvæðinu. Molta er í eigu allra sveitarfélaga  við fjörðinn, Byggðastofnunar og nokkurra fyrirtækja.

„Moltu var strax mjög vel tekið og eru Eyfirðingar gríðarlega duglegir að skila af sér heimilisúrgangi til stöðvarinnar;  segja má að íbúar svæðisins séu langt á undan flestum öðrum landsmönnum í umgengni við lífrænt sorp. Matvælafyrirtæki á svæðinu láta sitt heldur ekki eftir liggja því þau leggja til þúsundir tonna á ári til jarðgerðar í Moltu. Eyfirðingar geta verið sérstaklega stoltir af stöðu mála en nú horfum við enn fram á veginn, hyggjumst styrkja úrvinnsluiðnaðinn frekar og þar með stoðir Moltu,“ er haft eftir Sigmundi Einari Ófeigssyni, formanni stjórnar Moltu.

Á nýliðnu ári tók Molta á móti alls um 8.100 tonnum af lífrænum úrgangi og jarðgerði. Þar af voru um 4.500 tonn slátur- og heimilisúrgangur og 3.600 tonn garðaúrgangur, pappír og timbur.

Kristján er M.Sc. í iðnaðarverkfræði frá Álaborgarháskóla í Danmörku og …
Kristján er M.Sc. í iðnaðarverkfræði frá Álaborgarháskóla í Danmörku og hefur undanfarin níu ár starfað hjá Alcoa Fjarðaáli við stjórnun og framleiðsluþróun.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK